Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Öfgar í aðra átt?
18.4.2010 | 22:48
Ætli Ísland sé að fara inn í tímabil ríkisafskipta þar sem stjórnmálamenn sjá um að útdeila gæðum þar sem markaðnum er ekki treystandi til þess? Öllu heldur sumum finnst markaðnum ekki treystandi til þessu.
Mér fannst á máli fjármálaráðherra og forsætisráðherra í vikunni að það verði reyndin, forsætisráðherra boðaði uppgjör jafnaðarmennskunar á Íslandi við Blair-isman. Blair-ismin gekk út á að tengja saman kraft markaðarins og stjórnsýsluna, "Quasi-market" heitir það víst. Er þessi stefna kennd við Tony nokkurn Blair fyrrum forsætisráðherra Breta.
Við íslendingar höfum fylgt þessari leið með því að búa til ohf um ýmsar stofnanir ríkisins s.s RÚV ohf, Flugstoðir ohf og sitthvað fleira. Ég held að það er reyndar bara hið besta mál, betur má ef duga skal að mínu mati. Ef þetta verður til þess að meðhöndlun á almannafé verður betri og markvissari þá getur þetta ekki verið slæmt, eða hvað?
Fjármálaráðherra var auðvita samkvæmur sjálfum sér og sá einkavæðingunni allt til foráttu, auðvita voru gerð mistök í því ferli skýrslan tekur af öll tvímæli þar um. Einkavæðingin sjálf var samt ekki mistök, ríkið hefur ekkert að gera með að reka banka eða önnur fyrirtæki sem hægt er að reka á samkeppnisgrundvelli.
En eftir þessar hugleiðingar mínar leikur mér forvitni á að vita hvort við eigum von á því að vinstrimenn fari til baka og stofnanavæði aftur RÚV og Flugstöðir? Það er ekki gott að segja og verður að koma í ljós. Það er hinsvegar búið að einkavæða bæði Arion og Íslandsbanka þar verður ekki aftur snúið, kröfuhafar eiga þá banka og þeir eru ekki ríkið. Spurning hvort Landsbankinn verður einkavæddur líka eða hvort ríkið reynir að halda í hann. Ég vona að hann verður settur á markað öllum til hagsbóta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)