Populismi.
20.5.2010 | 22:08
Afhverju er það svo að allir flokkar ætla að stuðla að aukinni atvinnu í komandi kosningum! Hvað hafa sveitastjórnir að gera með það og hvernig ætla þær að gera það? Mér finnst þetta vera populismi og ekkert annað! Það er fyrst og fremst ríkið sem getur ef það vill og kýs svo að stuðla að bættum efnahag í landinu og aukinni atvinnu. Sveitastjórnir hafa lítið með það að gera, ráða hvorki sköttum eða efnahagsumhverfinu og þurfa í raun að haga seglum eftir vind frá hinu háa alþingi. En þessu lofar XS og VG hér um bil allstaðar
Hvernig væri bara að lækka skatta svo fyrirtæki gætu starfað eðlilega, skatttekjur lækkuðu 2009 þrátt fyrir hækkun skatt % og þær eiga eftir að lækka líka 2010.
En héraðsstjórnir þessara sömu flokk og ráða öll hér á landi ætla samt að stuðla að aukinni atvinnu, ég spyr hvernig ætla þessir fulltrúar að gera það?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.